| 
Innskráning
Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

Lagaleit

Plötur

Undarlegt međ unga menn - Rúnar Gunnarsson
Undarlegt međ unga menn - Rúnar Gunnarsson

Sumar á Íslandi 2009
Sumar á Íslandi 2009

Lög Jóns Múla Árnasonar viđ texta Jónasar Árnasonar
Lög Jóns Múla Árnasonar viđ texta Jónasar Árnasonar

Í skugga Morthens
Í skugga Morthens

Hvíta hliđin á svörtu
Hvíta hliđin á svörtu


Forsíđa arrow Hljómsveitir arrow Das Kapital
Das Kapital PDF Prenta Tölvupóstur

ImageDas Kapital er einn þeirra sveita sem Bubbi starfaði með á fyrsta áratug ferilsins. Til eru þeir sem segja þessa sveit upphaf að endalokum ákveðins tímabils á ferli Bubba en benda jafnframt á að afrakstur sveitarinnar þ.e. platan Lili Marlene sé það besta sem Bubbi skyldi eftir sig árið 1984. Þegar minnst var á Das Kapital við fyrrum gítarleikara sveitarinnar Mike Pollock fyrir margt löngu sagði hann að aðkoma hans að Das Kapital hefði verið eins og að detta í einn risastóra kókdollu. Spilamennska og æfingar hefðu þar algerlega verið í öðru sæti. Hann hafi aldrei hvorki fyrr sé síðar dópað jafn duglega og meðan Das Kapital var og hét. Reyndar hafi í fyrstu staðið til að Danny Pollock bróðir hans tæki sæti í sveitinni en eftir fæga Ameríkuferð Danna og Bubba vorið 1984 hafi Danny ekki treyst sér til þess. Hann hafi því stokkið til og munstrað sig við bandið.

Bubbi.is fékk Jakob Magnússon bassaleikarann góðkunna til að rifja upp veru sína í Das Kapital og af sinni einstöku góðmennsku brást hann vel við og sendi okkur minningarbrot um sögu þessarar rokksveitar. Eftir þá lesningu ákvað Bubbi.is að hún væri fyrirtaks heimild um þessa einstöku sveit, þar væri óþarfi að að bæta nokkru við.

Jakob Magnússon:
"Eins og ég man þetta þá hittumst við Bubbi í Safari ( einu sinni sem oftar ) seinnipart vetrar 1984 eða um vorið. Hann vildi fá mig til samstarfs ásamt Guðmundi Þór Gunnarssyni sem hafði trommað með mér í Tappa Tíkarrass. Egó hafði spilað árið áður á Laugahátíð um verslunarmannahelgina og þeir vildu fá Bubba aftur. En nú var ekkert Egó þannig að þetta band var sett saman. Við byrjuðum að æfa í júlíbyrjun og æfðum stíft allan mánuðinn. Hann var með helling af nýjum lögum, öll á ensku. Hann fékk líka Megas til að koma fram með okkur og taka nokkur af sínum klassísku lögum ásamt einhverju nýju efni. Megas hafði þá ekki komið fram í ein tíu ár. Hann hafði að vísu gert tvö lög með Íkarus, en ég veit ekki til þess að hann hafi komið fram opinberlega með þeim. Prógrammið á Laugahátíð samanstóð því af nýjum lögum ( á ensku ) í bland Utangarðsmannalög og Ególög ásamt einhverjum eldri Bubbalögum. Og svo kom Megas fram með sitt prógramm.
- Eftir að æfingar hófust fílaði Bubbi bandið vel og var ákveðið að gera eitthvað meira en þessa einu verslunarmannahelgi. Við héldum tónleika á Safari ( Ég man ekki hvort það var rétt fyrir verslunarmannahelgina eða eftir..)

Image- Við fórum í stúdíó um haustið og tókum upp Lili Marlene. Bubbi samdi nýja texta á íslensku og fleiri lög bættust við og önnur duttu út. Bjöggi Gísla hætti eftir fyrsta daginn í stúdíóinu. Hann meikaði ekki Bubba.... Við héldum áfram án hans og fengum Jens Hansson til að spila á plötunni og hann spilaði síðan með okkur eftir það. Það var mikið verið að hlusta á Bruce Springsteen þegar bandið var í mótun og Bubbi gekk næstum því frá Jenna greyinu þegar hann var að láta hann spila saxafónsólóið í Blindsker. Hann átti að hljóma eins og Springsteen saxinn, og ekkert kjaftæði. Ég held að það sé óhætt að segja að helstu áhrifavaldar Das Kapital hafi verið Clash og Bruce Springsteen ásamt Stranglers og fleiri góðum. Bubbi talar um að Das Kapital sé eina pönkbandið sem hann hefur starfrækt.

Image- Eitt af fáum afrekum sveitarinnar var að efna til fundar og tónleika vegna BSRB verkfalls sem skall á haustið ´84. Þetta var hugmynd Bubba sem hrint var í framkvæmd með dyggum stuðningi Ása í Gramminu. Okkar framlag var þó stoppað fljótlega af æstum BSRB mönnum og endaði flutningurinn með því að Pétur Pétursson fyrrverandi útvarpsþulur tók okkur úr sambandi. Eyþór Arnalds koma að honum þar sem hann hélt á fjöltengi sem hann hafði kippt úr sambandi. - Þetta voru þakkirnar sem við fengum frá BSRB fyrir að koma á þessum fjölmenna fundi :( Við vissum aldrei af hverju við vorum stoppaðir. Við vorum ekki búnir að spila í þann tíma sem okkur var ætlaður, en einhver hélt því fram að það hefði verið eitthvað í texta Bubba sem fór fyrir brjóstið á mönnum. Síðasta lagið á prógramminu hét einmitt "Bönnum verkföll". Skrýtið hvernig ég man þetta.

- Bandi spilaði af og til á tónleikum og böllum fram í ársbyrjun 1985 ef ég man rétt. Við urðum aldrei vinsælir á meðan við störfuðum. Bandið var leyst upp skömmu síðar þegar Bubbi fór í meðferð. Þetta var semsagt stutt, hratt og oft dáldið gaman".

(Því verður þó að bæta hér við að Megas hafði komið fram áður t.d. á tónleikum sem Tolli, bróðir Bubba átti stórann þáttí og haldnir voru í Laugardalshöll undir kjörorðinu Við krefjumst framtíðar 10. september 1983).

ImageKapitalið átti eftir að koma saman á nýjan leik, llíkt og aðrar sveitir sem Bubbi starfaði með. Stórtónleikarnir í Laugardalshöllinni 6. júní 2006. Liðskipan sveitarinnar þar var eins og hún var skipuð í lok starfstímans auk þess sem Arnþór Jónsson mætti með sellóið og Bubbi var vopnaður rafmagnsgítarnum. Sveitin fékk þrjú lög á afmælisplötunni 06.06.06 sem kom út í lok ársins. Og lög sveitarinnar; Leyndarmál frægðarinnar, Blindsker og Snertu mig áttu vel heima á plötunni. Af einhverjum ástæðum finnst manni þó vanta að þar séu einnig að finna lög eins og Lili Marlene og Giftu þig 19. En kannski er það bara svo að maður fær aldrei nóg. Því þó Bubbi hafi lýst Das Kapital sem "Groddahljómsveit", sem spilaði rammpólitíska tónlist, groddarokk. Var einhver galdur í þessari plötu sveitarinnar sem gerir það að verkum að hún stendur sem ein besta rokkplata Bubba á ferlinum. Lög eins og þau sem spiluð voru í Höllinni á afmælistónleikunum eru lögu ornar klassískar perlur Íslenskrar rokktónlistar.


Das Kapital (sumarið 1984 - september 1984)
Bubbi Morthen: söngur
Mike Pollock: gítar
Björgvin Gíslason: gítar
Jakob Smári Magnússon: bassi
Guðmundur Þór Gunnarsson trommur

Das Kapital (18 september - desember 1984)
Bubbi Morthen: söngur
Mike Pollock: gítar
Jakob Smári Magnússon: bassi
Guðmundur Þór Gunnarsson trommur

Das Kapital ( desember 1984 - áramóta 84-5)
Bubbi Morthen: söngur
Mike Pollock: gítar
Jakob Smári Magnússon: bassi
Guðmundur Þór Gunnarsson: trommur
Jens Hansson: saxófónn

Samantekt, copyright: Bárður Örn Bárðarson og Jakob Smári Magnússon

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?