| 
Innskráning
Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

Lagaleit

Plötur

Von
Von

Strákarnir okkar 2. hluti
Strákarnir okkar 2. hluti

Paradísarfuglinn - Megas
Paradísarfuglinn - Megas

Lífsleiðin(n) - Sverrir Stormsker
Lífsleiðin(n) - Sverrir Stormsker

Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís
Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís


MX-21 PDF Prenta Tölvupóstur

Bubbi & MX-21 - Skyttan -

ImageÞað var um sumarið 1986 sem Bubbi hóaði saman sveit manna. Hugmyndin var að hún yrði Bubba til aðstoðar við að kynna plötuna Frelsi til sölu, sem hann hafði verið að vinna í Svíþjóð með aðstoð Christian Falk.
Sveitin var fyrst kynnt blaðamönnum 4. júlí, tæpum mánuði eftir að tvöfalda platan Blús fyrir Rikka komst í hendur almennings. Kynningin fór fram á sérstökum blaðamannafundi sem haldinn var á Hótel Borg þar sem Bubba var afhent gullplata fyrir 5000 seld eintök af Konuplötunni, en þeim áfanga hafði platan náð um vorið. Þá var og kynning á nýjustu afurðinni Blús fyrir Rikka. Við þetta tækifæri stilltu meðlimir ónefndu sveitarinnar sér upp fyrir myndatöku fyrir utan Hótel Borg og kom það fram í frétt að ekki væri enn komið nafn á sveitina. Það leið þó ekki að löngu þar til það var opinberað að sveitin kallaði sig MX-21 sem beina tilvísun í nafngiftir sem stríðstól stórveldanna gjarna fá.

Ekki var langur tími liðin frá kynningarfundinum þar til fyrstu mannabreytingarnar urðu á sveitinni og fyrirsögn Morgunblaðsins var Hljómsveit Bubba: Howser út Lárus inn. Með þessa nýju sveit og enn nýrri liðskipan mætti Bubbi í Þjórsárdal um verslunarmannahelgina þar sem útihátíðin Gaukurinn '86 var halinn fyrstu daga ágústmánaðar og þarna fór fram fyrsta stóra alvöru opinberun sveitarinnar sem þótti lofa góðu að sögn viðstaddra.

Í ágúst nánar tiltekið þann 18. var efnt til stórtónleika vegna 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar og í stuttumáli má segja að Bubbi með MX-21 hafi komið séð og sigrað, því sveitin sló í gegn og gott betur. Framkoma sveitarinnar var það sem eftir sat í hugum þeirra hundruða manna sem voru við Arnarhólinn þetta kvöld, líka þeirra sem sáu beina útsendingu frá tónleikunum í Ríkissjónvarpinu, þar sem margar af helstu sveitum landsins voru mættar. Upptökurnar frá þessum stórtónleikum gengu manna á milli næstu árin og sögðu menn hana sýna einhverja bestu sviðsframkomu Bubba á ferlinum.

ImageÁðurnefnd plata Frelsi til sölu var þó ekki alveg tilbúin því í september brá Bubbi sér  í hljóðver og tók upp síðasta lagið fyrir plötuna Augun mín sem var jafnframt eina lagið sem hljóðritað var hérlendis.

4. október var efnt til tveggja stórtónleika í Austurbæbarbíói þar sem sveitin var í aðalhlutverki. Líkt og oft á tónleikum kom Bubbi fyrst fram einn með kassagítarinn, lék nokkur lög, sagði sögur og svo varð andartaks hlé. Þá stigu MX-21 meðlimir á sviðið og allt var keyrt í botn. Á þessum stórtónleikum sem kalla má útgáfutónleika plötunnar sannaðist viðstöddum vel hve vandaðir spilarar voru með Bubba á sviðinu og dómar voru flestir á þá leið að hér væri eitt best spilandi band sem starfað hefði með Bubba á ferlinum.

ImageFimmtudaginn 9. október auglýsti Hótel Borg Bubba og MX-21 þar sem sveitin ætlaði að kynna plötuna Frelsi til sölu. Það var svo, fjórum dögum síðar eða 13 nóvember 1986 sem stóra stundin rann upp og platan Frelsi til sölu kom út. Það var samdóma álit gagnrýnenda að hljómur þessarar plötu væri einn sá besti sem heyrst hefði á íslenskri hljómplötu og væri þá sama hvar í heimi tónlistar væri leitað. Haldnir voru blaðamannafundir þar sem útvarpsmönnum gafst kostu á að spyrja Bubba í þaula út í verkið sem og hlustendum.

Bubbi stökk á milli hlutverka sem rokkarinn í framlínu MX-21 og trúbadorsins eins og ekkert væri. Til dæmis var MX-21 með unglingatónleika á skemmtistaðnum High Teck við Skemmuveg í Kópavogi 10. október og kvöldið eftir var trúbadorinn Bubbi mættur í Íslensku óperunni þar sem hann hitaði upp fyrir Joan Baez sem hingað var komin til tónleikahalds vegna fundahalda forseta stórveldanna, þeirra Gorbatjof og Ronalds Regan í Höfða.

Serbinn settist í efsta sæti yfir mestspiluðu lög allra útvarpsstöðva og platan sat í efsta sæti yfir mestseldu plöturnar næstu vikur. Það verður toppstemming hjá Serbanum, Bubba og MX-21 frá kl. 20.30-24.30 auglýsti unglingastaðurinn Tónabær 5. desember þetta ár.

ImageÍ febrúar árið 1987 var stórsveitin The Smithereens hingað komin til að halda tvenna tónleika,. Fyrri tónleikarnir fóru fram miðvikudagskvöldið 3. febrúar þar sem Sykurmolarnir hituðu upp og kvöldið eftir var komið að Bubba og MX-21 að sjá um upphitunina fyrir stórstjörnurnar. Í sama mánuði frumsýndi Háskólabíó kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Skytturnar. Titillag myndarinnar Skyttan var flutt af Bubba og MX-21. Sérstakt myndband var unnið við lagið en sveitin sem slík var ekki að finna í mynd þar. MX-21 hélt áfram að koma fram og efndi til tónleika á Borginni 19. febrúar þar sem Rauðir fletir hituðu upp og þó kjaftfullt væri út úr dyrum skemmtu menn sér konunglega. Í lok mánaðar kom svo út 12" plata með laginu Skyttan en efnið á b-hliðinni áttu Sykurmolarnir sem einnig komu við sögu hvað tónlist varðaði í áðurnefndri kvikmynd.

Í júlí 1987 kom svo út fyrsta og eina eiginilega plata sveitarinnar. Þetta var tveggjalaga tólftommu plata sem dró heiti sitt að laginu á A-hlið plötunnar Skapar fegurðin hamingjuna, Búgí Vúgí - Elskhuginn var lagið á b-hliðinni. Almennt þóttu þessi lög ekki ná öðrum eða stærri hæðum en þeim að verð vitnisspurður um ágæti sveitarinnar og þá flottu spilamennsku sem hún hafði svo sem sannað á tónleikum. Þó verður að geta þess að við gerð plötunnar lagði ungur gítarleikari þeim lið. Sá var Guðmundur Pétursson en snilli hans hafði uppgötvast á Músiktilraunum snemma árs þar sem hann varð þeirrar þeirrar lukku aðnjótandi að spila með MXinu og vék Bubbi sæti á meðan svo ekkert skyggði á frábæara takta hins unga gítarleikara Bláa Blískúrsbandsins.

MX-21 starfaði fram eftir ári en var eiginlega lagt hljóðlega til hliðar þegar Bubbi fór að huga að næstu plötu sinni. Síðan þá hafa menn beðið þess að þessi stórkostlega rokksveit kæmi saman á ný og Skyttan, Serbinn og Augun mín fái að hljóma á tónleikum í sínum mögnuðu útsetningum sem sveitin gjarnan bar þær fram.

Og viti menn það gerast undur og stórmerki því á stórtónleikum í Laugardalshöllinni þann 6. júní 2006 var sveitin mætt á svið. Það er ekki á nokkurn hallað þegar sagt er að maður þessa kvölds að afmælisbarninu undanskyldu hafi verið gítarleikarinn Þorsteinn Magnússon. Lifandi goðsögn íslenskrar rokksögu var þarna mætt á svið eftir langa fjarveru og aðdáendur Bubba biðu þess eftirvæntingafullir að sjá og heyra. Þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum; Þvílíkur snillingur sem þessi gítarleikari er. Við sem þarna vorum getum vart annað en sagt STEINII VIÐ VILJUM MEIRA!! Meira MX-21


MX-21: júní 1986 - júlí 1986
Bubbi Morthens: söngur
Þorsteinn Magnússon: gítar
Jakob Magnússon : bassi
Hjörtur Howser: hljómborð
Halldór K. Lárusson: trommur

(Nóta: Í júní 1986 bárust fyrstu fréttir af nýrri hljómsveit Bubba.
Í júlí urðu þær breytingar að Hjörtur Howser hætti og í hans stað kom Lárus Halldór Grímsson á hljómborð.)

MX-21: júlí 1986 - ársloka 1986 
Bubbi Morthens: söngur
Þorsteinn Magnússon: gítar
Jakob Magnússon: bassi
Lárus Halldór Grímsson: hljómborð
Halldór K. Lárusson: trommur

(Nóta: Þessi liðskipan lék á afmælistónleikum Reykjavíkurborgar og tvennum tónleikum í Austurbæjarbíói, Því í ársbyrjun 1987 þegar sveitin tók upp lagið Skytturnar fyrir kvikmynd Friðriks Þórs lék Tómas M. Tómasson á hljómborð ásamt því að stjórna upptökum)

MX-21: febrúar 1987 - vors 1987
Bubbi Morthens: söngur
Þorsteinn Magnússon: gítar
Jakob Magnússon : bassi
Sigurður Kristinsson: hljómborð
Halldór K. Lárusson: trommur

(Nóta; Líklega kom Sigurður fyrst fram með MX-21 þegar sveitin hitaði upp á seinni tónleikum The Smithereens í Laugardalshöll 4. febrúar 1987)

MX-21: maí 1987 - ársloka 1987
Bubbi Morthens: söngur
Bergþór Morthens: gítar
Sigurður Kristinsson: hljómborð
Þorleifur Guðjónsson: Bassi
Halldór K. Lárusson: Trommur

Nóta: Svona var sveitin skipuð sem lék á lokakvöldi Músiktilrauna í febrúar eða maí 1987 og sama liðskipan er sögð mynda sveitina á plötunni Skapar fegurðin hamingjuna en þar voru að auki þeim til aðstoðar Tómas Tómasson á hljómborð, Jens Hansson á sagxafón, og Þorsteinn Magnússon á gítar og virðist hann hættur sem liðsmaður sveitarinnar

MX-21: 06.06.2006
Bubbi Morthens: söngur
Halldór K. Lárusson: trommur
Jakob Smári Magnússon: bassi
Jens Hansson: Saxófónn
Lárus H. Grímsson: hljómborð
Þorsteinn Magnússon: gítar 

Samantekt, copyright: Bárður Örn Bárðarson 

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?