| 
Innskráning
Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

Lagaleit

Plötur

Sögur 1990-2000
Sögur 1990-2000

Rás 4
Rás 4

Óskalögin 5
Óskalögin 5

Megamúsík - Séđ og Heyrt
Megamúsík - Séđ og Heyrt

Lifandi blús - Vinir Dóra
Lifandi blús - Vinir Dóra


Forsíđa arrow Hljómsveitir arrow Hin og ţessi bönd
Hin og ţessi bönd PDF Prenta Tölvupóstur
Hér ætlum við að stykkla á stóru um hinar ýmsu sveitir sem Bubbi hefur starfað með, eða þær með honum, um lengri eða skemmri tíma. Þetta er þó ekki tæmanlegur listi. Því þó Bubbi hafi leikið undir merkjum Vísnavina frá því seinnihluta ársins 1979 er ekki hægt að tala um hljómsveit í því sambandi þar sem Bubbi kom fram á tónleikum samtakana sem trúbador, þ.e.a.s. einn með gítarinn og flutti eigin lög og texta. Þá eru ekki heldur taldar upp þær sveitir sem Bubbi hefur sungið með sem gestur eins og Vinum Dóra og Mannakorni eða KK band svo eitthvað sé nefnt. Ekki verður heldur fjallað um þær sveitir sem Bubbi hefur fengið sér til aðstoðar eins og Sierra Mastera frá Kúbu sem vann með honum plötuna Von, eða Ensími og Botnleðja sem unnu með honum efni plötunnar Mér líkar það, þar sem allar áttu þessar sveitir sér líf fyrir daga þess að starfa með Bubba og störfuðu áfram eftir að samstarfinu lauk. En svo byrjað sé á byrjuninni er Gúanóbandið sú sveit sem telst fyrst hljómsveita með liðsmanninn Bubba Morthens. Byrjum á að lista þær sveitir sem hann hefur starfað með. 

 

* Viðkomandi sveit hefur ekki gefið út neitt efni, né eru til hljóðritanir með sveitinni svo vitað sé.

Hér fyrir neðan fjöllum við stuttlega um þær sveitir sem ekki hafa gefið út plötur undir eigin nafni.

Gúanóbandið nóvember 1979 - desember 1979

ImageBubbi Morthens: Gítar
Gunnar Ægisson
Jóhönna Þórhallsdóttir
Kristján Sigmundsson
Þorleifur Guðjónsson
Þorlákur Kristinnson

Nóta: Gúanóbandið kom aðeins tvisvar sinnum fram opinberlega að talið er. Fyrst í Vestmanneyjum 30. nóvember 1979 og svo aftur í félagsstofnun Stúdenta 1. desember sama ár. Að því loknu lagði það niður starfsemi. Ekki er vitað til þess að gerðar hafi verið neinar hljóðritanir með sveitinni.
(mynd: hluti Gúanóbandsins)

Mögurlegt Óverdós (10. febrúar 1983)

ImageBubbi Morthens: Söngur
Mike Pollock: Gítar
Rúnar Erlingssson: Bassi
Sævar Sverrisson: Trommur
Halldór Lárusson: Trommur

Nóta: Hér er um að ræða sérstaka uppákomu sem var flutt undir heitinu Gullströndin andar sem haldin var á ónefndum stað í vesturbæ Reykjavíkur, við sjávarsíðuna 10. febrúar 1983. Þeir Sævar og Halldór höfðu þá báðir verið meðlimir hljómsveitarinnar Spilafífl en Bubbi og Svæar áttu síðar eftir að syngja saman bæði inn á plötu Rafns Jónssonar (Rabba) og eins söng Sævar bakrödd inn á eina af sólóplötum Bubba. Halldór Lárusson kom fyrir í MX-21 nokkrun árum síðar. Flest dagblaðanna byrtu umsögn um þessa uppákomu og voru nokkuð sammála um að furðulegri gjörning höfðu þeir ekki heimsótt um dagana. (mynd: Bubbi í Mögurlegt Óverdós á umræddri uppákomu)

Mórall (1983)

Bubbi: Söngur
Mike Pollock: Gítar
Þorleifur Guðjónsson: Bassi
Bergþór Morthens: Gítar
Kormákur Geirharðsson: Trommur

Ekki er mikið vitað um þessa sveit nema hún kom fram á tónleikum í Austurbæjarbíói 6. maí 1983, á tónleikum þar sem Breska hljómsveitin The Fall var aðalnúmer kvöldsins. Mórall opnaði þessa tónleika. Aðrar sveitir sem kom fram þetta kvöld voru Iss og Þeysararnir. (Því miður hefur okkur ekki áskortnast mynd af sveitinni.

Sveina Sextettinn (23. desember 1985)

19851231Bubbi Morthens: Söngur, gítar
Sigurgeir Sigmundsson: Gítar
Jens Hansson: Saxófónn
Guðmundur Ingólfsson: Píanó, orgel
Björgúlfur Egilsson: Bassi

Nóta: Tímamótatónleikar á ferlinum. Fyrstu þorláksmessutónleikarnir á Hótel Borg. Samkvæmt auglýsingu Morgunblaðsins þá nefndi bandið sig Sveina Sextettinn og kemst þar með í hljómsveitarsögu Bubba Morthens. Ekki er vitað til að sveitin hafi starfað frekar.

Varnaglarnir (1987)

ImageBubbi Morthens: Söngur
Egill Ólafsson: söngur
Valgeir Guðjónsson: Gítar, raddir
Þorsteinn Jónsson: Bassi
Þorsteinn Magnússon: Gítar
Ragnhildur Gísladóttir: Raddir
Aðstoð:
Jakob F. Magnússon: Hljómborð, raddir 
séra Arnfríður Guðmundsdóttir: upplestur ritningagreina.

Nóta: Varnaglarnir unnu aðeins saman að gerð lags fyrir Landlæknisembættið sem hafði óskað eftir lagi úr smiðju Valgeirs Guðjónssonar. Eina krafan var sú hugmynd að það höfðaði til unga fólksins sem var markhópur þessa átaks. Valgeir taldi lagið líklegt til vinsælda í flutningi Bubba. Enda hefi plata hans Frelsi til sölu þá setið á toppi allra vinsældarlista landsins um talsvert skeið. Reyndar flutti sveitin lagið í breyttri textaútgáfu á mótmælafundi á Lækjartorgi þar sem lagið var nefnt Atombomban má ekki vera neitt feimnismál. (mynd: tekin af hluta liðsmanna á mótmælafundi á Lækjartorgi 1987) óvíst er um liðskipan og hlutverk hvers og eins en ofangreindur meðlimalisti er talinn líklegur.

Blúshundarnir ( mars 1987 - snemma árs 1988)

ImageBubbi Morthens: Söngur, gítar
Björgvin Gíslason: Gítar
Guðmundur Ingólfsson: Píanó
Þorleifur Guðjónsson: Bassi
Ásgeir Óskarsson: Trommur

Nóta: Blúshundarnir voru fyrst opinberaðir á sérstöku Jass og blúskvöldi á Hótel Borg á vegum Jassvakningar þann 18 mars 1987. Sveitin kom fram á tónleikum í nokkur skipti eftir það. Eins og nafnið gefur til kynnar var markmiðið að flytja landsmönnum Blústónlist af bestu gerð. Þá kom bandið fram á einum tónleikum án Bubba sem var lasinn það kvöld og komst ekki. Guðmundur Ingólfs og félagar brugðu á það ráð í stað þess að aflýsa tónleikunum að koma fram þetta kvöld án Bubba og kölluðu sig Blúskvolpana.

Bubbi og Blómið (1989)

Bubbi Morthens: Söngur
Guðmundur Pétursson: Gítar
Ásgeir Óskarsson: Trommur
Tómas M. Tómasson: Hljómborð
Ásgeir Jónsson: Upptökumaður

Nóta: Bubbi og Blómið urðu til við gerð plötunnar Hver er næstur (1989). Líklega hefur sú plata að geyma fyrsta lagið sem gefið var út eftir Guðmund Pétursson gítarleikara en hann ásamt Bubba er skráður höfundur lagsins Sumarið í Reykjavík.

Lamarnir ógurlegu (1989)

ImageBubbi Morthens
Christian Falk
Johann Söderberg
Hilmar Örn Hilmarsson
Ken Tomas

Nóta: Lamarnir ógurlegu var sveit sem stóð að baki Bubbi og aðstoðaði hann við gerð plötunnar Nóttin langa (1989). Hluti Þessa hóps þekkti vel til Bubba, t.d.. Christian Falk sem hafði fyrst unnið með honum á Svíþjóðarárum 1985-88 og var hann allt í öllu á plötunni Frelsi til sölu (1986). Hilmar Örn hafði þekkt Bubba lengi. Nýir í hópnum voru þeir Ken Tomas og Johann Söderberg. Þessi liðskipan var svo orðin önnur þegar að því kom að halda útgáfutónleika Hótel Íslandi 7. desember 1989, enda hafði Christian Falk skapað sér nafn sem einn besti upptökustjóri í Skandinavíju þegar hér var komið sögu. En á útgáfutónleikunum voru Lamarnir ógurlegu:
Bubbi Morthens: Söngur
Hilmar Örn Hilmarsson: Hljómborð, ásláttur
Birgir Baldursson: Trommur
Guðlaugur Óttarsson: Gítar
Haraldur Þorsteinsson: Bassi
Jósep Gíslason: Hljómborð
og loks sá Ken Tomas um hljóðblöndun

RASK (1990 og 1991)

ImageBubbi Morthen: Söngur
KK: Gítar (1990)
Þorleifur Guðjónsson: Bassi (1990)
Reynir Jónasson: Harmonika
Gunnlaugur Briem: Trommur (frá nóvember 1990)
Pálmi Gunnarsson: Bassi (frá desember 1991)
Tryggvi Hübner: Gítar (frá desember 1991)

Nóta: Þessi sveit manna stóð að kynningu og útgáfutónleikum fyrir plötuna Sögur af landi (1990). Nafn sveitarinnar kemur frá vinnuheiti plötunnar sem var RASK. Nafnið fór þó aldrei hátt og hvarf sem slíkt fljótlega. Gullli Briem bættist síðar í hópinn áður en platan Ég er (1991) var hljóðrituð á tónleikum á Púlsinum seint á árinu 1990. Til gamans má geta þess að Beggi bróðir Bubba átti síðar eftir að nota þetta hljómsveitarnafn. Á myndinni sem tekin er á útgáfutónleikum á veitingarstaðnum Ömmu Lú er RASK ásamt einum af sérlegum gesti kvöldsins Rúnar Júl (en þó vantar KK á myndina) sem lék á gítar, þá nýkominn heim frá Svíþjóð.
Ári síðar eða í lok árs 1991 byrtist Bubbi á tónleikum á Tvem vinum ásamt nýrri sveit sem kallaði sig RASK þá voru aðeins hann, Reynir og Gunnlaugur Briem eftir af þessu bandi en í stað KK og Þorleifs voru komnir Pálmi Gunnarsson á bassa og Tryggvi Hübner á gítar.

Danshljómsveit Bubba Morthens og KK (1997)

ImageBubbi Morthens: Söngur, gítar
KK: Gítar, söngur
Kormákur Geirharðsson: Trommur
Jón Skuggi: Bassi

Nóta: Bubbi starfaði talsvert með KK á þessum tíma og voru þeir að koma fram saman. Í mars 1997 var auglýstur dansleikur í Óperukjallaranum með Danshljómsveit Bubba Morthens og KK þar var komin ný hljómsveit með B.M. innanborðs. Um tíma voru uppi hugmyndir þess efnis að Bubbi og KK ynnu saman að plötu en ekkert varð af þeirri áætlun.

Stríð og friður (mitt ár 2000 - 2008)

ImageBubbi Morthens: Söngur
Guðmundur Pétursson: Gítar
Pétur Hallgrímsson: Gítar
Jakob Smári Magnússon: Bassi
Arnar Geir Ómarsson: Trommur
Tobbi: Hljómborð *

Nóta: Stríð og friður lék fyrst inn á plötuna Sögur 1990-2000 og má segja að þar með hafi hún komist á legg. Í kjölfarið var rokkað um allar jarðir og var sveitin Bubba innan handar við gerð næstu plötu Nýbúinn (2001). Þó almennt væri það mál manna að Stríð og Friður væri eitt albesta rokkband sem Bubbi hefði starfað með fór aðsókn að tónleikum sveitarinnar minnkandi. Aðdáendur virtust frekar vilja sjá Bubba einann með gítarinn. þrátt fyrir að menn mættu á Gaukin og færu þaðan í dúnrandi stemmingu þar sem Stríð & friður með Bubba í fararbroddi rokkaði upp lög á borð við Talað við gluggann og töldu margir að þar með hefði þetta Choen-skotan lag af Konuplötunni öðlast sjálfstæði. Þó Stríð & friður væri horfin sem slýk þegar Bubbi hóf tökur næstu sólóplötu sinnar voru meðlimir bandsins Bubba innan handar. Tónlistarnálgunin var öll önnur en á Nýbúanum og óþarfi er að nefna það hér að platan Sól að morgni sló rækilega í gegn, Meðlimir sveitarinnar dvöldu einnig í hljóðverinu með Bubba við gerð plötunnar 1000 kossa nótt sem kom út árið 2003. Þá mætti sveitin á stórtónleika í Laugardalshöllinni þann 6.6.2006 og tók fullan þátt í að fagna þar 50. ára afmæli Bubba með því að leika nokkur lög. Þá var sveitin nokkuð virk á árinu 2007 og í byrjun árs 2008 var hún mætt í hljóðver ásamt Bubba og Pétri Ben við gerð næstu sólóplötu Bubba Fjórir naglar
* Þegar Bubbi ásamt sveitinni kom fram á sérstökum tónleikum 2. október 2008, sem haldnir voru í húsnæði Kassagerðar Reykjavíkur og voru haldnir í boði prentsmiðjunnar Odda vegna sameiningar Odda, Gutenbergs og Kassagerðarinnar og voru að sögn undanfara tónleika sem fóru síðar fram í Kaupmannahöfn var sveitin án Péturs Hallgrímssonar en í hans stað mætti Tobbi úr Dr. Spock með hljómborðið.
Eftir að hafa aðstoðað Bubba við gerð plötunnar Fjórir naglar og fylgt henni eftir lítilsháttar t.d. með útgáfutónleikum var sveitin lögð til hvíldar, að sinni allavega. Því með nokkrum mannabreytingum var Egóði sett af stað einu sinni enn.

Bandið hans Bubba (2008)

bhb1Vignir Snær Vigfússon – Viggi: Gítar
Arnar Þór Gíslason – Addi: Trommur
Jakob Smári Magnússon – Jakob Smári: Bassi
Þorbjörn Sigurðsson – Tobbi: Hljómborð
Einar Þór Jóhannsson – Einar: Gítar
Pétur Örn Guðmundsson – Pétur Örn: Gítar, hljómborð, bakraddir

Nóta: Þó hér sé ekki um eiginlega hljómsveit Bubba Morthens að ræða samkvæmt stífustu merkingu þess orðs eins og við höfum hugsað hana fyrir þessa síðu þá getum við ekki annað en minnst á þessa sveit hér og haft hana meðal sveita sem starfað hafa með Bubba. Sveitin varð til eins og allir vita fyrir samnefndan sjónvarpsþátt á Stöð 2. og birtist strax í fyrsta úrslitaþættinum sem allir fóru fram í beinni útsendingu. Vignir gítarleikari var einnig hljómsveitarstjóri bandsins. Sveitin sá einnig um undirleik á laginu Ég er kominn heim sem Bubbi og Björn Jr. sungu inn á band og kom út á pottþétt plötu sama ár. Sé til draumasveit rokkarans þá er hún hér.

Sólskuggarnir (Demember 2010 - ?)

Söngur , gítar: Bubbi Morthens
Tenorsaxófónn: Jóel Pálson
Trompet:  Ari Bragi Kárason
Barintonsax: Ragnar Árni Ágústsson
Trommur: Helgi Svavar Helgason
Bassi: Ingi Björn Ingason
Gítar: Börkur Hrafn Birgisson
Hljómborð: Daði Birgisson
Raddir: Íris Hólm 

Fyrstu fréttir af þessari sveit komu fram á Bubbi.is sama dag og lagið Röðin fór í spilun (10.12.2010) en samkvæmt heimildum hljóðritaði sveitin lagið 6. desember. Það fór svo í almenna spilun 10. s.m. En stór hluti þessa hóps var þá að vinna með Bubba að ger plötu sem áætlað var að kæmi út að vori.

Samantekt, copyright: Bárður Örn Bárðarson

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?