| 
Innskráning

Lagaleit


Fæstir fá það frítt (Kvittaðu fyrir lífstílinn) PDF Prenta Tölvupóstur
Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson

Sumir velja glasið, aðrir velja hvítt
hinir kaupa bláar, fæstir fá það frítt.
Sumir verða glaðir, aðrir fella tár
hinir kaupa blúsinn, því liturinn er blár.

Sumir hætta snemma, aðrir þola þurk
hinir halda áfram og deyja í sínum slurk.
Veldu veginn vinur, veldu þína leið.
Þú kemmst fljótt að því hvort leiðin verður greið.

Skrifaðu undir vinurinn
kvittaðu fyrir lífsstílinn.
Skrifaðu undir vinurinn
Kvittaðu fyrir lífsstílinn.

Sumir velja glasið, aðrir velja hvítt
hinir kaupa bláar, fæstir fá það frítt.
Veldu veginn vinur, veldu þína leið.
Þú kemmst fljótt að því hvort leiðin verður greið.

Sumir fá sér tóbak, aðrir éta feitt
sumir fá sér línu, aðrir fá engu breytt.
Veldu veginn vinur, veldu þína leið.
Þú kemmst fljótt að því hvort leiðin verður greið.

Sumir velja glasið, aðrir velja hvítt
sumir fá sér viský, aðrir reykja hass
sumir verða glaðir, aðrir fella tár.
Þú kemmst fljótt að því hvort leiðin verður greið.


Sumir velja glasið, sumir fá sér tóbak
sumir fá sér tóbak sumir fíla rokkið
sumir verða glaðir sumir kaupa bláar.


Vinsældalistar
#35. sæti DV - Íslenski listinn (8.11.1996) 2. vikur á topp 40

 

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Rúnar Júlíusson - Með stuð í hjarta (1996)
Rúnar Júlíusson - Dulbúin gæfa í tugatali (1999)
Rúnar Júlíusson - Söngvar um lífið 1966-2008 (2008)
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?