| 
Innskráning

Lagaleit


Ţú hefur valiđ PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Plágan
Plágan 1981
Lag og texti: Bubbi Morthens

NÓTA, frá plötunni Línudans: Þeir flytja inn vín og selja fólki áfengi og þegar fólkið er komið á flöskubotninn biðja þeir þjóðina að gefa sér pening til þess að reisa sjúkrastöð svo hægt sé að lækna liðið og það geti byrjað aftur frá grunni, fyndið er það og þeir segja, ,,Þú hefur valið".

Farðu í ríkið, fílaðu brennsann
fíraðu á konunni með kjaftshöggi.
Taktu hana taki, terror á krakkann
út á tröppu ertu rólegur nágranni.

Ríkið ber ábyrgð á morðum og basli
í peningaseðlum er réttlætið falið.
Og segir við þig, þarna í tæting og tjasli:
Við elskum frelsið, þú hafðir valið.

En ríki og kirkjan grenja í kór
krossfestið djöfulsins hassistann.
Af búsi og brennsa ert þú orðinn stór
og stoltur að breytast í glæpamann.

Þá ertu kominn í bömmer og blús
liggur á flöskubotni.
En við samfélagið verðu þú dús
ef ferð upp að Silungapolli.

Allt í fínum fíling, slakaðu á
ef glæpina fremur þú fullur
þá gengur þú gleiður í S.Á.Á.
og grenjar þig alhvítan aftur.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?