| 
Innskráning

Lagaleit


Hægt andlát 14 ára stúlku PDF Prenta Tölvupóstur
Lag og texti: Bubbi Morthens

Hún var 14. ára falleg stelpa
fór á tónleika með vinkonu sinni.
Lífið var æði og allir í stuði
það var sem eldur um æðarnar rynni.

Seinna um kvöldið keyrði í partý
Í Kópavogi var brjáluð gleði.
Fjórir strákar stífir af neyslu
stoppuðu svalir, svartir á geði.

Hún hafði drukkið landa og lent í stöðu
þar inni sem enginn vill lenda í.
Þeir spottuðu dömuna og dróu til sín
og slitu úr henni hjartað bara, bara af því.

Í rúminu fengu fullnægt sínum órum
fjórir strákar með breinglaða sjálfsmynd.
Gátu ekki greint rétt frá röngu
upplifðu kvöldið sem hverja aðra klámmynd.

Þeir misnotuðu hana á alla kanta
inn í hana fóru með hnefum og tólum.
Rifu hana á hol slefandi vargar
fögnuðu sigri með öskrum og gólum.

Dómarinn sagði ég trúi henni ekki
saga hennar heldur engum þræði.
Við hverju bjóst hann eftir meðferð slíka
sem stúlkan hlaut, að hún færi með kvæði.

Hvernig getur hann ætlast til þess
að hún rifji upp staðreyndir róleg og fumlaus
rökrétt í hugsun, það gæti engin kona
hvað þá lítil stelpa sem bara fraus.

Þeir voru sýknaðir, samt játuðu því
að hafa tekið hana allir rúminu í
játuðu allir réttarsalnum í.
Hverskonar veröld lifum við í
Dómari, dómari taktu þér æfilangt frí
dómari, dómari taktu þér æfilangt frí.

Athugsemd

 

Lagið var flutt í þætti Hemma Gunna á 17. júní 2007.

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?