| 
Innskrßning

Lagaleit


╔g er kominn heim PDF Prenta T÷lvupˇstur
Bubbi og Bj÷rn Jr.
╔g er kominn heim (SD) 2008
Lag: Emmerich Kálmán, texti: Jón Sigurðsson
Upptunalegt heiti: Heut' nacht hab' ich geträumt von dir, úr óperunni: Das veilchen vom Montmartre.

Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund
kem ég heim og hitti þig.
Verð hjá þér alla stund.

Við byggjum saman bæ í sveit
sem brosir móti sól
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól

Sól slær sifri á voga
sjáðu jökulinn loga
Allt er bjart fyrir okkur tveim
Því ég er kominn heim.

Að ferðalokum finn ég þig
sem mér fagnar höndum tveim
Ég er kominn heim
já ég er kominn heim.


Vinsældalisti
#3. sæti MBL - Tónlistinn (24.4.2008) 3. vikur á topp 20
#1. sæti Tónlist.is - Netlistinn (16 vika 2008) 19 vikur á topp 1
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

 

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?