| 
Innskráning

Lagaleit


Sorgarlag PDF Prenta Tölvupóstur
Bubbi - Fingraför
Fingraför 1983
Lag og texti: Bubbi Morthens 

Sorgarlag þú þarft ekki að óttast
þú ert engin synd.
Ljúfur gítar í draumi þér mun birtast
mála sína fegurstu mynd.

Borgarbarn þú þarft ekki að gráta
við elskum þig eins og þú ert.
Þó þú hafir ekki af neinu að státa
vitir ekki hver þú ert.

Unga rós þú þarft ekki að titra
þó vetur hrímgi þitt barð.
Þig við skulum annast, halda á þér hita
búa þér fegursta garð.

Stúlka mín þú þarft ekki að syrgja
þó hann færi um miðja nótt.
Sorg þína við úti skulum byrgja
svo hún aldrei þig aftur fái sótt.

Bróðir sæll þú þarft ekki að hata
þó líkaminn sé orðinn þræll.
Nýja veröld við saman skulum skapa
svo lifað getir þú sæll.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?