| 
Innskráning

Lagaleit


Í hjarta mér PDF Prenta Tölvupóstur
Ego - 6. október
6. október 2009
Lag og texti: Bubbi Morthens

Varir þínar mjúkar, sætar, svo heitur koss
Orð úr blómum, um hálsinn gullinn kross
Ef ég segði ég finn ekki til þá er það ekki satt
Ég faldi það bak við grímuna, lét það lyggja kjurrt
ég hefði betur ástin mín spurt.

Eins og dagur og nótt verða ávalt aðskilin
eins og sól og máni þannig erum við vinur minn
Tvær einmanna stjörnur sem hittust eitt augnablik
Skynum skært á himni, áttum ljúfan fund
ljós svo skært sem skein, stutta stund.

Þín fallegu augu, fylgja mér.
Fallega þú í hjarta mér
Fallega þú í hjarta mér.

Eins og frost og funi þannig vorum við tvö
Eins og þrír plús þrír þar sem útkoman var sjö.
Þinn heiti faðmur, þínar mjúku varir, sama hvað við vildum
fengum engu um ráðið, gátum engu breytt
um tíma slóu hjörtu okkar sem eitt.

Þín fallegu augu fylgja mér
Fallega þú í hjarta mér
Fallega þú í hjarta mér.


Vinsældalistar
#1. sæti MBL - Tónlistinn (26.2.2009) 17. vikur á topp 30, 12 vikur á topp 10
#1. sæti Tónlist.is - Netlistinn (9. vika 2009) 20 vikur á topp 10
#1. sæti Tónlist.is - Árslisti yfir best seldu lög ársins 2009


Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?