| 
Innskrßning

Lagaleit


Fßtt er svo me­ ÷llu illt PDF Prenta T÷lvupˇstur
Lag: Buck Owens, texti: Ómar Ragnarsson

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott
það má finna út úr öllu ánægjuvott
Þótt suma lang'  að detta í lífsins lukkupott
er sagt að fátt er svo með öllu illt að ei boði gott
 
Þótt ástarsagan oft fari illa með menn
Þeir ætt'  að vita að ekki er öll von úti enn
Þeim bjóðast miljón meyjar og þær margar flott
því að fátt er svo með öllu illt að ei boði gott
 
Fátt er svo með öllu illt.....

Ekki þótti Adam gamla eplið sem best
af syndum karlsins súpum við nú seyðið víst flest
En eplið lauk upp augum hans hve Eva var flott
sem sagt að fátt er svo með öllu illt að ei boði gott
 
Fátt er svo með öllu illt......

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Minningartónleikar - Vilhjálmur Vilhjálmsson (Aðeins á DVD hluta útgáfunnar, 2008)

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?