Hér er nokkuð fjallað um Bubba og útgáfuverk hans. Þó bókin verði að teljast barn síns tíma er hún ómissandi í safn Bubbaaðdáenda og allra hinna líka.
Höfundurinn Jens Guðmundsson var um langt árabil þekktur fyrir poppskrif sín m.a. fyrir barnablaðið Æskuna.
ROKKSAGA ÍSLANDS
Höfundur Gestur Guðmundsson
Útgefandi: Forlagið 1990
Hér fjallar Gestur Guðmundsson um stefnur og strauma í íslenskri rokk og popptónlist í sagnfræðilegu ljósi og dregur upp frábærar lýsingar á því menningarumhverfi sem ríkti hverju sinni.
ERU EKKI ALLIR Í STUÐI
Höfundur: Gunnar Lárus Hjálmarsson
Útgefandi: Forlagið 2001
Dr. Gunni og menn sega að þarna sé komin biblía íslenskrar rokksögu. Bubbi á svo góða kafla í þessari bók að menn kölluðu hana Litlu Bubbabókina.
BALLAÐAN UM BUBBA
Höfundur: Jón Atli Jónasson
Útgefandi: JPV, 2006
Hér færir Jón Atli Jónasson sögur Bubba í eigin stíl og útkoman er ein af skemmtilegri bókum ársins.
100 BESTU PLÖTUR ÍSLANDSSÖGUNNAR
Höfunar: Jónatan Garðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen