Blindsker

Das Kapital - Lili Marlene
Lili Marlene 1984
Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR 

Lag og texti: Bubbi Morthens 

Skömmu áður en vindurinn sofnar uppi á hæðunum 
eins og morgundöggin sprettur svitinn fram.
Andartaki áður en nýr dagur kemur með póstinum
ákveður sólin að hylja sinn harm.

Og ég veit ég þarf að leika sama leikinn
veruleikinn er eins og gömul mynd
ég sest niður með kaffið, ég set Bowie á fóninn
þitt uppáhalds lag var Wild is the wind.

Og öll þessi ár sem gáfu okkur það
sem aðrir óskuðu sér
elskendur í stormi sem aldrei sáu að ástin var
aðeins blindsker.

Ég geng sömu göturnar, hitti sama fólkið
geri sömu hlutina og ég gerði með þér
þótt dagurinn sé sá sami er það ekki sama nóttin
því nóttin var okkar tími til að byrja með.

Og ég veit ég þarf að leika sama leikinn ...

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum