Serbinn
Bubbi - Frelsi til sölu
Frelsi til sölu 1986
Lag: Bubbi Morthens, Bergþór Morthens, Rúnar Erlingsson, texti: Bubbi Morthens

Spegilmyndir
á votu malbiki
öskur trúðsins í nóttinni.
Grátur eldsins
inní sólinni
fegurðin kemur frá sálinni
sólin svíður
svarta moldina
líf sprettur af svitanum.
Títóismi í knýttum bökum
eitt lítið, eitt lítið
serbneskt blóm.

Sáðmaðurinn
yrkir jörðina
hláturinn kemur frá akrinum
móðurmjólkina
sýgur sakleysið
frelsið fæðist í hjartanu
endurfæddur
útí auðninni
sigurglampi í augunum.
Títóismi í knýttum bökum
eitt lítið, eitt lítið
serbneskt blóm.

Skuggar kvöldsins
kæla herðarnar
ljósin kyssa gluggana
bjarminn frá eldinum
sýnir rúnirnar
ristar í andlitum mannanna
með svefninum
koma minningar
votar grafir hetjunnar.
Títóismi í knýttum bökum
eitt lítið, eitt lítið
serbneskt blóm.


Vinsældalistar
#1. sæti DV - Rás 2. (14.11.1986) 6. vikur á topp 10
#1. sæti DV - Bygjan (14.11.1986) 9. vikur á topp 10 
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Athugsemd

Lagið var einnig hljóðritað á ensku undir heitinu Serbian flower og kom út á plötunni Serbian flower (1988)