Sumar konur
Bubbi - 3 heimar
3 heimar 1994
Sjá myndband við þetta þetta lag á Tónlist.is HÉR
Sjá myndband við þetta lag frá Bubbi og Stósveit Reykjavíkur 2008 á Tónlist.is HÉR

Lag og texti: Bubbi Morthens

Sumar konur hlæja eins og hafið
í höndum þeirra ertu lítið peð.
Aldrei skaltu svíkja þannig konu
sál þína hún tekur og hverfur með.

Þannig konu karlinn skaltu varast.
Kallaðu á drottinn, það hjálpar ekki neitt.
Það sefur enginn sálarlaus maður
Sársaukanum fær enginn breytt.

Og í nótt
munu bræður mínir gráta.
Og í nótt
munu bræður mínir gráta
með hjörtun særð og blá.

Að vakna sem sálarlaus maður
líta til baka og vita inni í sér
að konur sem hlæja eins og hafið
í brjósti sínu geyma sorfin sker.

Sumar konur hlæja eins og hafið
í höndum þeirra ertu lítið peð.
Aldrei skaltu svíkja þannig konu
sál þína hún tekur og hverfur með.


Vinsældalistar
#9. sæti DV - Íslenski listinn (8.12.1994) 2. vikur á topp 10, 7. vikur á topp 30
#16 sæti MBL - Lagalistinn (16.11.2008) 2. vikur á topp 20*
* Sú útgáfa sem náði inn á listann 2008 er í flutningi Bubba og Stórsveitar Reykjavíkur 
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum