Milli svefns og vöku
Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson

Nýr dagur rís í hugum okkar
opnar vökunnar dyr
meðan leifar húmsins híma fölar
hljóð þú liggur kyrr.

Dagsins draumar
dagsins draumar
dagsins draumar
er rökkva fer.

Svefnsins líf sem alltaf áttir
innst í huga þér
sefur nú í dagsins draumi
sem deyr er rökkva fer.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Bubbi + Rúnar - GCD (1991)
GCD - Mýrdalssandur (2002)